Stelpa er var bjargað af líf

Stelpa er var bjargað af líf

Kaupa Í körfu

Stelpa er var bjargað af líf 10 ár liðin frá því að TF-LIF bjargaði nýfæddu barni hvert sinn sem Viktoría Líf Þorleifsdóttir sér þyrluna TF-LIF sveima um loftið kallar hún á móður sína: „Mamma, þetta er þyrlan mín!“ Þetta eru orð að sönnu hjá Viktoríu Líf því hún er skírð í höfuðið á þyrlunni sem bjargaði lífi hennar fyrir tíu árum er hún var flutt frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Í gær voru 10 ár liðin frá því að þyrlan fór í útkall til Vestmannaeyja og sótti þangað nýfætt barn sem varð fyrir miklum súrefnisskorti í fæðingu. Stúlkan náði undraverðum bata eftir meðferð á vökudeild barnaspítalans. „Ef þyrlan hefði ekki verið kölluð út fyrir 10 árum sæti dóttir okkar ekki hérna hjá okkur í dag,“ segir Þorleifur Kjartan Jóhannsson, faðir Viktoríu Lífar. Foreldrar hennar fóru með hana í óvænta heimsókn til Landhelgisgæslunnar í gær þar sem Viktoría Líf heilsaði upp á björgunarmenn og virti fyrir sér þyrluna á afmælisdaginn sinn. Í dag eru enn starfandi fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem voru í umræddu flugi fyrir 10 árum. Þrír þeirra eru með Viktoríu Líf á myndinni, þeir Magnús Örn Einarsson stýrimaður, Benóný Ásgrímsson flugstjóri og Tómas Vilhjálmsson flugvirki. Björn Brekkan Björnsson flugmaður var fjarverandi þegar myndin var tekin í gær. Þá var Hlynur Þorsteinsson læknir einnig í áhöfninni en ha

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar