Umferðarsáttmálinn kominn í umferð
Kaupa Í körfu
Eftir nokkurra mánaða samvinnu fulltrúa almennings og lögreglu liggur nú fyrir sáttmáli um samskipti allra vegfarenda í umferðinni. Frumeintak sáttmálans var afhent forseta Íslands í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag og við sama tækifæri fengu skólabörn leiðsögn lögreglu við umferðarreglurnar í bílabraut garðsins. Markmið umferðarsáttmálans er að móta í sameiningu jákvæða umferðarmenningu. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem átti frumkvæði að verkefninu, m.a. í ljósi góðs árangurs sem náðst hefur af gagnkvæmum samskiptum lögreglu og almennings í gegnum Facebook, þar sem ljóst hefur orðið að allir hafa skoðun á umferðinni. Ólafur Ragnar Grímsson tók við sáttmálanum við hátíðlega athöfn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Af þessu tilefni var börnum af leikskólanum Sunnuási og úr 2. bekk í Langholtsskóla boðið í garðinn og fengu þau að aka um bílabrautina þar sem lögregla stýrði umferðinni og fór yfir umferðarreglurnar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir