Bleika slaufan máluð á Hringbraut
Kaupa Í körfu
Hópur kvenna vopnaður málningarkústum framdi í kvöld gjörning á umferðarmannvirkinu þar sem Bústaðavegur og Hringbraut mætast. Þær máluðu malbikið fagurbleikt. Gjörningurinn er hluti af Bleikum október og framinn með leyfi lögreglu, og raunar var Stefán Eiríksson lögreglustjóri sjálfur á staðnum. Bleikur október er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins og hófst í gær og stendur allan október, m.a. með sölu á Bleiku slaufunni. Umferðarslaufan við Hringbraut verður bleik allan mánuðinn af þessu tilefni. Það voru um 20 vaskar konur sem máluðu götuna í sjálfboðaliðastarfi fyrir Krabbameinsfélagið í kvöld. Þær koma úr meistaraflokki Vals í körfubolta og slysavarnardeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi. Vörðukonur voru einkar ánægðar með að hitta fyrir Stefán Eiríksson lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á vettvangi málningarvinnunnar og stilltu sér upp á mynd með honum, enda gerðist hann nýverið Seltirningur sjálfur. Aðspurður hvort eins fari fyrir þessari framkvæmd eins og regnbogagangbrautinni í Laugardalnum, sem var fjarlægð í tvígang, sagði Stefán enga hættu á því þar sem bleika málningin sé í samræmi við lögreglusamþykkt.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir