Síldveiðar smábáta byrjaðar

Ég er að vinna fréttaskýringu um Vífilsstaðarspítala fyrir lauga

Síldveiðar smábáta byrjaðar

Kaupa Í körfu

Sæll Rúnar. Síldin er komin í Breiðafjörð. Smábátar eru þegar farnir af stað til veiða. Veðráttan hefur verið sjómönnum hagstæð síðustu daga. Í dag voru 11 bátar að veiðum og flestir landa síldinni í Stykkishólmi. Agustson ehf kaupir síldina af þorra bátanna og er hún fryst eða flökuð í vinnslu fyrirtækisins í Stykkishólmi. Á myndunum er Andri SH 450 sem kom fyrstur að landi í dag með rúmlega 2 tonn. Kristján Berntsson er eigandi bátsins og rær hann einn með lagnet á bátnum. Hörkuduglegur: Kristján Berntsson landar rúmlega 2 tonnum eftir daginn. Með kveðju Gunnlaugur Auðunn Árnason 438-1000/894-4664

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar