Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði, framkvæmdir

Albert Kemp

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði, framkvæmdir

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir við Franska spítalann og læknishúsið á Fáskrúðsfirði eru vel á áætlun, bæði hvað fjármagn varðar og tíma, segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minja- verndar. Mannvirkin hafa verið í endurbyggingu frá árinu 2009 í sam- starfi Minjaverndar, Fjarðabyggðar og Alliance Francaise á Íslandi. Ætl- unin er að opna þarna Foss-hótel, veitingahús og safn á næsta ári. Þá verða liðin 100 ár frá því að spítalinn var tekinn í notkun. Hann var einn þriggja spítala sem byggðir voru hér á landi af franska ríkinu, til að þjóna fjölda franskra fiskimanna sem stunduðu veiðar við landið. Húsið var tekið niður og flutt út á Hafnarnes árið 1939, þegar veiðum Frakka á Íslandsmiðum var lokið. Fram til 1964 var húsið notað undir íbúðir og skóla, en stóð autt eftir það. Árið 2006 var byrjað að hugleiða endurbyggingu spítalans og þremur árum síðar var byggingin flutt á sinn stað, neðan læknishússins, sem einn- ig var ákveðið að endurgera. Er sú vinna skemmst á veg komin en búið að lyfta húsinu með steyptri jarð- hæð

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar