Þorláksmessa

Þorláksmessa

Kaupa Í körfu

Jólahátíðin tiltölulega friðsæl að mestu um allt land Um 270 heimili voru rafmagnslaus á aðfangadag MIKILL mannfjöldi var í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu. Á tímabili komst fólk vart afturábak né áfram á Laugaveginum, enda hátt í þrjátíu þúsund manns í bænum þegar mest var, að mati lögreglu. Lögreglan segir allt hafa farið friðsamlega fram og vart borið á ölvun. Metfjöldi í messu Mikill fjöldi fólks lagði að vanda leið sína í kirkjugarðana á aðfangadag. Þegar líða tók að hádegi var umferð í garðana mjög mikil og urðu meðal annars umferðartafir í nágrenni Fossvogskirkjugarðs. Upp úr klukkan eitt hægðist hins vegar um. MYNDATEXTI: Fólk komst vart afturábak eða áfram á Laugaveginum á Þorláksmessukvöld. Laugavegur á Þorláksmessukvöld

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar