Alhvít jörð í Reykjavík

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Alhvít jörð í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Vetur konungur lét sjá sig í höfuðborginni í gær, mörgum að óvörum. Stillt og fallegt veður var á höfuðborgarsvæðinu og lá snjóbreiðan yfir en um tíma var þrettán sentímetra jafnfallinn snjór á jörðinni. Þessi ungi drengur nýtti sér tækifærið og bragðaði á snjónum en hann fær líkast til ekki annað tækifæri til þess í bráð. Í dag eru horfur á þurrviðri og hlýnandi veðri en búist er við rigningu á morgun vestantil á landinu. Eitthvað var um umferðaróhöpp í gær, enda víða hált og ófært, en sem dæmi rann strætisvagn til við Holtasel og olli töluverðum töfum á umferð. Þá varð útafakstur á Álftanesvegi, bílvelta í Áslandi og þriggja bíla árekstur á Nýbýlavegi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar