Bakkafjörður - Grunnskólinn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bakkafjörður - Grunnskólinn

Kaupa Í körfu

100 ára afmælisferð Morgunblaðsins Kvikmyndagerð Nemendur á Bakkafirði vinna verkefnin sín á ýmsan hátt, meðal annars með gerð stuttmynda. Í grunnskólanum á Bakkafirði er lögð rík áhersla á að nemendur taki ábyrgð á eigin námi. Til dæmis vinna elstu nemendur skólans eftir einstaklingsbundnum áætlunum sem þeir eiga sjálfir þátt í að móta. Í samfélagsgreinum fást þeir við sjálfstæð viðfangsefni og vinna þá ýmist einir eða í hóp. Nemendur tengja viðfangsefni sín stundum ýmsum tegundum miðlunar, eins og t.d. myndrænni tjáningu eða kvikmyndagerð, en þegar útsendarar Morgunblaðsins litu við í skólanum nýverið var verið að vinna að gerð stuttmyndar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar