Bakkagerði - Borgarfjörður Eystri - Torfbærinn Lindarbakki

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bakkagerði - Borgarfjörður Eystri - Torfbærinn Lindarbakki

Kaupa Í körfu

100 ára afmælisferð Morgunblaðsins Eitt allra vinsælasta myndefni ferðamanna sem leggja leið sína til Bakkagerðis á Borgarfirði eystri er lítill og vel hirtur torfbær, Lindarbakki. Hann stendur neðarlega í þorpinu, skammt frá kirkjunni, og er sannkölluð þorpsprýði. Elsti hluti hans var byggður árið 1899 en hann var endurbyggður að hluta fyrir nokkrum árum. Lindarbakki er nú notaður sem sumarbústaður. Eigandi hans er Kópavogsbúinn Elísabet Sveinsdóttir, Stella. Dvelur hún gjarnan þar á sumrin þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar