Fannfergi í Bárðardal

Morgunblaðið/Atli

Fannfergi í Bárðardal

Kaupa Í körfu

Byggingar á kafi í Bárðardal Kristlaug Pálsdóttir Miklum snjó hefur kyngt niður í Bárðardal að undanförnu og var mikil ófærð þar í vikunni og ekki fært heim á bæi. Í gær (þriðjudag) var rutt og tók það töluverðan tíma þar sem víða voru stórir skaflar í vegunum. Allt sauðfé er komið á gjöf fyrir löngu og er algerlega jarðlaust í dalnum, en sumir reyna að viðra féð til þess að stytta innistöðuna sem var mjög löng síðasta vetur. Meðfram öllum vegum eru nú snjóruðningar og ef snjóar aftur með skafrenningi má búast við að dalurinn verði algerlega ófær og það muni taka mikinn tíma að ryðja. Þrátt fyrir þetta eru bændur bjartsýnir og moka frá húsum sínum og stunda gegningar með hefðbundnum hætti. Á myndinni má sjá Kristlaugu Pálsdóttur bónda að koma frá einu húsa sinna þar sem hún sinnir haustmat og öðru því sem búskap hennar tilheyrir, en auðvitað vonar hún eins og aðrir íbúar dalsins að einhvern tímann hláni og geri góða tíð aftur. ATH. Góðan dag. Eigið þið gott pláss í blaðinu á morgun? Kv. Atli Vigf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar