Síldveiðar í Grundarfirði

Gunnar Kristjánsson

Síldveiðar í Grundarfirði

Kaupa Í körfu

Eftir barning í allt haust glaðnaði mjög yfir síld- veiðunum í Breiðafirði í gær. Skipin fylltu sig hvert af öðru af góðri síld innarlega í Grundar- firði og sum þeirra fengu sannkölluð risaköst. Í fyrrakvöld varð síldar nánast ekki vart á þessum slóðum, en í gær voru „fínustu lóðningar“ í Grundarfirði. Hljóðið var gott í Guðjóni Jó- hannssyni, skipstjóra á Hákoni ÞH, þegar rætt var við hann, enda höfðu þeir fengið eitthvað á annað þúsund tonna kast. „Við tókum um 800 tonn sjálfir, sem við flök- um og frystum á næstu 2-3 dögum. Við erum að fara að dæla í Beiti, sem vantar lítið, og getum vonandi fyllt Álsey líka ef á þarf að halda. Síldin er greinilega mætt á svæðið,“ sagði Guðjón. Við veiðar í Grundarfirði í gær voru einnig Faxi, Bjarni Ólafsson og Kap og öll höfðu fengið góð- an afla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar