Valaheiðargöng

Þorgeir Baldursson

Valaheiðargöng

Kaupa Í körfu

Sprengingar og gröftur í Vaðlaheiðargöngum hefur gengið hægar síðustu daga en lengi hefur verið. Ástæðan er sú að frá því í miðri síðustu viku hefur mikill tími farið í bergstyrkingar vegna lélegs bergs. Flestar vikurnar hefur verið hægt að grafa 50 til 60 metra og mest hafa gangamenn komist í 79 metra. Í síðustu viku náðust aðeins 19 metrar, af áðurgreindum ástæðum, en talið er að gröfturinn komist í full- an gang á nýjan leik í næstu viku. Göngin voru í lok vikunnar komin í samtals tæplega 1.100 metra en veggöngin verða alls 7,2 kílómetrar að lengd, auk vegskála. Sprengingar hófust í byrjun júlí og er gert ráð fyrir að ganga- greftri ljúki síðla árs 2015. Göngin verða opnuð fyrir almenna umferð fyrir lok árs 2016. Unnið var að borun fyrir sprengihleðslum inni í göng- unum þegar myndin var tekin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar