Reykjanes - Vogar við Vatnsleysuströnd

Reykjanes - Vogar við Vatnsleysuströnd

Kaupa Í körfu

„Allar treyjur, fánar og treflar hérna eru frá heimamönnum,“ segir Kristinn Björgvinsson, Æðstistrumpur Strumpsins, sem hann segir sjálfur að sé minnsti píanósportbar landsins. Hann bendir á að treyjan sem Peter Schmeic- hel lék í, og hangir á barnum, sé ekki merkilegasta treyjan í húsinu. „Nei, það er Þróttaratreyja sem er árituð af íslenska landsliðinu. Hún var keypt á uppboði á uppskeruhátíð meistaraflokks Þróttar í knattspyrnu.“ Strumpurinn er sannarlega lítill, með leyfi fyrir 25 manns. „Það eru dálitlar sveiflur á hverjir koma hingað. Í fyrra voru Manchester United-menn í miklum meirihluta, en nú eru stuðningsmenn Liverpool duglegri að mæta,“ segir Krist- inn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar