Reykjanes - Vogar við Vatnsleysuströnd

Reykjanes - Vogar við Vatnsleysuströnd

Kaupa Í körfu

Norðurkot við Kálfatjörn Birgir Þórarinsson, Krist- ján Karl Kay Frandsen og Oktavía Ragnarsdóttir. „Það stendur til að koma lífi í húsið,“ sagði Ok- tavía Ragnarsdóttir í Minjafélaginu. „Hér verður sett upp sýning, en við höfum fengið styrk frá Menning- arráði Suðurnesja til að setja upp sýningu sem sýnir skólahald á þeim tíma sem húsið var byggt,“ sagði Birgir Þórarinsson, formaður Minjafélagsins. „Hugmyndin er ekki að fylla húsið af gömlum munum og hafa þar safn, heldur hafa líf í því,“ sagði Oktavía og benti á að eldhús- og klósettaðstaða væri í nærliggjandi þjónustuhúsi við kirkjuna. Vinsæll norðurljósastaður Norðurkot er ekki eina mannvirkið sem stendur við Kálfatjörn. Þar er líka Kálfatjarnarkirkja, reist 1893, og hlaðin grjóthlaða. Hlaðan er í eigu Minja- félagsins og var reist í kringum 1850, en hefur nú verið endurhlaðin að stórum hluta. „Það vantar ennþá þakið á hlöðuna, en það fauk af í einhverju óveðrinu,“ sagði Oktavía. „Við viljum klára að gera hana upp og hafa einhverja starfsemi í henni, eins og til dæmis kakósölu eða eitthvað svoleiðis,“ bætti Birgir við. „Hingað koma stundum nokkur hundruð ferðamenn á kvöldi til að horfa á norðurljós og því væri upplagt að geta boðið þeim inn í hlöðuna. Svæðið er alveg óupplýst þannig að við erum að skoða hvort félagið geti haft nokkrar tekjur af þessari hlöðu. Minjavernd hefur stutt vel við bakið á félaginu og við höfum átt mjög gott samstarf við stofnunina.“ Birgir sagði að eftir bruna íbúðarhússins við Kálfatjörn hefði jörðin komist í eigu sveitarfélagsins, sem síðan hefði gefið félaginu jörðina, en hlaðan stóð á henni. „Það var heilmikil framkvæmd að hlaða veggina í hlöðunni að nýju. Þakið verður svo í gömlum stíl, tjargað þak úr viðarborðum,“ sagði Birgir. Meðal annarra verðmæta í eigu félagsins er bátur, feræringur, sem þau telja vera þann síðasta sem Ingi- mundur á Litlabæ smíðaði

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar