Reykjanes - Vogar við Vatnsleysuströnd

Reykjanes - Vogar við Vatnsleysuströnd

Kaupa Í körfu

„Við höfum til dæmis verið með sveitamarkað, en þá fengum við lán- uð borð úr íþróttamiðstöðinni og fleira í þeim dúr. Samstarf okkar og sveitarfélagsins hófst fyrir nokkrum árum þegar þjónustuíbúðir ætlaðar öldruðum stóðu auðar. „Listamenn dvöldu þá í þessum íbúðum en voru hér með aðstöðu, og greiddu fyrir með því að halda sýningu eða eitt- hvað slíkt. Undanfarið höfum við tekið smáhlé á skipulagðri dagskrá, en fólk hefur haft samband við okk- ur til að nýta rýmið, og það er sjálf- sagt mál. Það er oft erfitt að finna rými til að vinna eða sýna í. Hérna getur fólk bara komið án þess að greiða fyrir það.“ Venjuna í þjóðfélaginu segir hún vera að leggja mikið fjármagn í menningarhús, en svo gleymist hvað eigi að gera í húsunum. „Það hefur verið tilgangurinn með þessu. Þeir sem hafa komið hingað endurskapa algjörlega þetta rými. Síðasta sumar komu hingað Brother Grass og Eldar, og þau settu upp svið og skreyttu þannig að Hlaðan varð alveg óþekkjanleg. Það var mjög gaman að koma hingað inn og sjá það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar