Fjörukráin Hafnarfirði

Rósa Braga

Fjörukráin Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Í hjarta Hafnarfjarðar, niðri við sjó- inn, standa reisulegar byggingar sem leiða hugann aftur í fornöld. Al- skeggjaðir ófriðarseggir heimsækja ímyndunaraflið og ekki síður lang- borð hlaðin mat og drykk. Þegar nánar er að gáð fer hins vegar lítið fyrir ólátabelgjum í húsaþyrping- unni en kræsingar eru vissulega á boðstólum í víkingaþorpi Fjörukrár- innar. „Þetta byrjaði 1990, þá keypti ég þennan rekstur af tveimur ung- um mönnum sem voru búnir að reka veitingastað þarna áður en það var farið að halla undan fæti, eins og hjá svo mörgum veitingastöðum á þess- um tíma,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar. Sérkenni staðarins voru einkum nálægðin við sjóinn og lifandi tónlist en Jóhannes bauð frá fyrsta degi upp á söng og músík með matnum. Víkingaþemað kom til ári seinna, 1991, þegar hann fékk leyfi til að reisa tjald milli Fjörunnar og hússins sem nú hýsir skrifstofur starfseminnar og sló þar upp Vík- ingaveislum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar