Æfing hjá kór Öldutúnsskóla

Rósa Braga

Æfing hjá kór Öldutúnsskóla

Kaupa Í körfu

Elsti starfandi barnakór landsins er starfræktur í Öldutúnsskóla í Hafn- arfirði en Egill Friðleifsson stofnaði hann hinn 22. nóvember árið 1965. Síðan hefur kórinn sungið um allan heim og tekið þátt í kórkeppnum. Brynhildur Auðbjargardóttir tók við stjórn kórsins árið 2006 en Egill hafði þá stjórnað honum í rúma fjóra áratugi. Kórinn er þessa dagana á fullu að undirbúa jóla- tónleika sína sem fara fram í Hafn- arfjarðarkirkju 8. desember með Karlakórnum Þresti og Jóhönnu Guðrúnu. Auk þess tekur kórinn þátt í verkefninu Maxímús Músikús með Sinfóníuhljómsveit Íslands og syngur á tónleikum með henni í apr- íl. „Kórinn hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á íslenska menningar- arfleið og syngja mikið af íslenskri tónlist. Nú er dagskráin hjá okkur blandaðri en áður og við syngjum líka ýmsa vinsæla slagara,“ segir Brynhildur um efnisskrá kórsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar