Hafnarfjörður - norðurbærinn - Svavar Halldórsson

Hafnarfjörður - norðurbærinn - Svavar Halldórsson

Kaupa Í körfu

Norðurbærinn í Hafnarfirði er gróið íbúðahverfi í norðurenda Hafnarfjarðar. Hverfið afmarkast af Reykjavíkurvegi til vesturs, Vesturgötu og Herjólfsgötu til suðurs og austurs og Álftanesvegi til norðurs. Svavar Halldórsson, fjölmiðla- maður og bókaútgefandi, segist hvergi annars staðar vilja búa en í Norðurbænum. „Þetta er fjórða heimili mitt í Norðurbænum um ævina. Ég er fæddur í Vest- mannaeyjum en fjölskyldan flúði í Hafnarfjörðinn í gosinu.“ Vagga Hjallastefnunnar Í Norðurbænum kennir ým- issa grasa. Hjallastefnan á rætur sínar að rekja í hverfið og Svavar ber skólum undir merkjum stefn- unnar vel söguna. „Einelti mælist til að mynda ekki í þeim, og þeir koma yfirleitt best út í samræmd- um mælingum grunnskóla,“ en sjálfur á hann eitt barn í leikskól- anum og annað í grunnskóla stefn- unnar. Myndatexti: Rebekka Ósk, Nína Sólveig, Svavar, Ásdís Hulda og Halldór Narfi. Kaupfélagsblokkin er í bakgrunni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar