Bæjarbíó - Hafnarfirði - Erlendur Sveinsson

Bæjarbíó - Hafnarfirði - Erlendur Sveinsson

Kaupa Í körfu

Kvikmyndasaga Íslands er geymd í fyrrum fiskvinnsluskóla í Hafnarfirði. Langar þig í bíó þar sem dumbrauð tjöld eru dregin frá í upphafi sýn- ingar? Þar sem eru engar auglýs- ingar, ekkert hlé og ekkert skrjáf í poppkornspokum. Hefurðu áhuga á helstu meistaraverkum kvikmynda- sögunnar, eða viltu kannski sjá eitt- hvað öðruvísi? Þá er Bæjarbíó í Hafnarfirði staðurinn fyrir þig. Eina kvikmyndahús landsins frá miðri síð- ustu öld sem hefur varðveist í upp- runalegri mynd. Það á því einkar vel við að Kvikmyndasafn Íslands hafi þar aðsetur. Safnið var stofnað árið 1978 og var ekki umfangsmikið í upphafi; ein kvikmynd, sem reyndar er elsta kvikmyndin sem vitað er um sem sýnir Íslendinga. „Þetta byrjaði allt með einni fimm mínútna langri mynd, Þingmannaförinni 1906, sem var tekin í Kaupmannahöfn,“ segir Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins. „Þarna má sjá Hannes Hafstein og fleiri alþingismenn í boði danska þingsins. Þessi mynd var stofn- framlag menntamálayfirvalda til safnsins. Félagi minn og ég uppgötv- uðum hana í kvikmyndasafni danska sjónvarpsins.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar