Hvalalaugin í Sædýrasafninu

Hvalalaugin í Sædýrasafninu

Kaupa Í körfu

Hvalalaugin í Sædýrasafninu jón, kengúrur, ísbirnir og háhyrningar voru á meðal íbúa Hafnarfjarðar á áttunda og níunda áratug síðustu ald- ar þó að ekkert greiddu þau útsvarið. Dýrin voru sýning- argripir á Sædýrasafninu sem rekið var sunnan við Hvaleyr- arholt frá árinu 1969 en þar gafst Íslendingum í fyrsta sinn kostur á að virða fyrir sér ýmsar framandi dýrateg- undir. Safnið sá meðal annars um að fanga háhyrninga fyrir sæ- dýrasöfn erlendis og voru þeir þá geymdir í laug í sæ- dýrasafninu þar til þeir voru fluttir. Frægasti háhyrningur í heimi, Keikó, var einn þeirra sem fóru í gegnum Sæ- dýrasafnið í Hafnarfirði. Rekstur safnins var alla tíð þungur og lá starfsemi þess meðal annars niðri í um ár vegna rekstrarerfiðleika. Svo fór að lokum að þessi eini dýragarður landsins sem þá var lagðist af árið 1987. Í frétt Morgunblaðsins frá því í febrúar árið 1987 kom fram að dýrunum var fargað eða þau stoppuð upp. Ekki var hægt að selja dýr- in til annarra garða þar sem þau voru mörg orðin gömul og ekki var til fjármagn til að halda þau áfram. Enn má sjá minjar um starfsemi Sædýrasafnsins en Golfklúbburinn Keilir í Hafn- arfirði hefur notað gömlu hvalalaugina sem inniæfing- araðstöðu þar sem kylfingar geta æft stutta spilið sitt

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar