Ríkissáttasemjari Starfsgreinasambandið

Styrmir Kári

Ríkissáttasemjari Starfsgreinasambandið

Kaupa Í körfu

Verkalýðshreyfingin brást í gær hart við nýrri sjónvarpsauglýsingu Samtaka atvinnulífsins þar sem fjallað er um launahækkanir og verðbólgu. Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér fyrir hádegi eru SA sökuð um útúrsnúninga og að ,,setja fram dæmalausa sögufölsun í nýjum sjónvarpsauglýsingum. Í þeim er með sérlega ósmekklegum hætti lát- ið í það skína að kröfur launafólks um launahækkanir séu ástæða hárr- ar verðbólgu á Íslandi.“ Er þetta sagt vera sérkennilegt útspil SA og afar óheppilegt innlegg í kjaravið- ræðurnar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir auglýsinguna hafa ýft upp mikla gagnrýni. Hvergi sé t.d. minnst á fallvaltleika krónunnar sem orsök á undangengnum árum. ,,Þetta er bara skrumskæling á þeim veruleika sem okkar launafólk býr við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar