Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Rósa Braga

Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Kaupa Í körfu

Þótt vextir Seðlabanka Íslands myndu lækka um þrjú prósentustig myndi það litlu breyta varðandi fjárfestingastig í hagkerfinu. Meira máli skiptir að reyna að kynda undir aukinn þjóðhagslegan sparnað, í stað meiri einkaneyslu og skuldsetningar, eigi að takast að komast í gegnum þann „skuldaskafl“ sem íslenska þjóðarbúið stendur frammi fyrir. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Más Guðmundsssonar seðlabankastjóra á árlegum peningamálafundi Viðskiptaráðs í gærmorgun sem bar yfirskriftina „Hvar stöndum við fimm árum eftir hrun?“. Hann vakti ennfremur athygli á því að lítil fjárfesting væri ekki vandamál sem væri einskorðað við Ísland heldur glímdu mörg önnur ríki á Vesturlöndum við sama vanda í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Að mati seðlabankastjóra er ólíklegt að þess sé að vænta að raungengi krónunnar muni í náinni framtíð fara aftur í sitt sögulega meðaltal enda hafi gengið haldist mjög hátt um langt skeið samtímis miklum viðskiptahalla vegna erlendrar lántöku þjóðarbúsins. Sá lærdómur sem Ísland þarf að draga, líkt og önnur ríki hafa gert sem farið hafa í gegnum fjármálakreppur, er að auka þjóðhagslegan sparnað. Þannig verði hugsanlega hægt að koma í veg fyrir að spá Seðlabankans um að afgangur á viðskiptum við útlönd snúist í halla frá og með árinu 2014 muni rætast

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar