Jón Gestur Ármannsson skósmiður

Jón Gestur Ármannsson skósmiður

Kaupa Í körfu

Jón Gestur Ármannsson skósmiður - Stoðtækni Jón Gestur Ármannsson, sjúkra- skósmiður í Hafnarfirði, sérsmíðar skó og greinir göngulag fólks. Hann segir skóviðgerðir hafa aukist eftir kreppu og smíðaði eitt sinn skó á bæklaðan kött. „Við erum í rauninni að fást við allt sem snýr að skóm, t.d. sérsmíða skó frá grunni, breyta skóm fyrir fólk sem er með mislanga fætur og ýmsa aðra krankleika,“ segir Jón Gestur, sem rekur fyrirtækið Stoðtækni við læk- inn í Hafnarfirði ásamt Ástu Birnu Ingólfsdóttur eiginkonu sinni. „Við smíðum líka innlegg og það hefur orðið sprenging í göngugreiningu eft- ir að svona margir fóru að hlaupa. Fólk er orðið meðvitaðra um að ýmis vandamál eins og t.d. í baki, hnjám og ökklum geta verið vegna skekkju við ökkla eða mislangra fóta.“ Eitt sérstæðasta verkefnið sem Jóni Gesti hefur verið falið segir hann hafa verið að smíða skó á kött nokk- urn sem var bæklaður á framfótum. „Hann skreið hálfpartinn á hnjánum og eigandinn var hræddur um að hann myndi meiða sig. Ég gerði því fyrir hann leðurhólka með frönskum rennilásum eftir máli. Kötturinn sat salírólegur í fangi eigandans á meðan hann var klæddur í þá. Síðan stóð hann upp, tók tvær eldsnöggar hrist- ur, hólkarnir flugu af fótunum og annar beint í andlit eigandans. Síðan skreið hann á brott og fór aldrei aftur í skóna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar