Tveir hressir krakkar

Tveir hressir krakkar

Kaupa Í körfu

Engar uppl. um þessa krakka í myndatökubeiðninni. Systkinin Þórdís Eva og Hinrik Snær Steins- börn hafa unnið til ógrynni verðlauna í frjáls- um íþróttum, þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára gömul. Þórdís Eva fór m.a. með sigur af hólmi í sex greinum á meistaramótum Íslands innan- og utanhúss og á 35 aldursflokkamet í ýmsum aldursflokkum. Hinrik Snær komst alls sex sinnum á verðlaunapall á meistarmótunum innan- og utanhúss, auk þess að vinna til fjölda verðlauna á öðrum mótum á árinu. Foreldrar krakkanna eru afreksfólkið Steinn Jóhannsson og Súsanna Helgadóttir en fjölskyldan býr í Setbergi og Þórdís og Hinrik ganga í Setbergsskóla. „Ég er betri í íþróttum en hann er betri í skólanum,“ segir Þórdís Eva, spurð að því hvort það ríki samkeppni á milli þeirra systkinana. „Seinasta vor fengu þau nákvæmlega sömu meðaleinkunn upp á alla aukastafi, þrátt fyrir að hafa mismunandi einkunnir í einstaka greinum,“ skýtur Steinn inn í. „Það var alveg ótrúlegt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar