Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari

Rósa Braga

Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari

Kaupa Í körfu

Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópr- ansöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hafnarborg Hafnarfirði í kvöld kl. 20. „Samstarf þeirra hófst þegar pí- anóleikari sem átti að spila með Bylgju Dís eitt sinn handleggsbrotn- aði og Helga Bryndís stökk inn í með aðeins viku fyrirvara. Síðan þá hafa þær unnið að ýmsu saman og nú tefla þær fram efnisskrá sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum,“ segir í tilkynningu frá listafólkinu. Þar kemur einnig fram að tónleik- arnir hefjast með „Sjö spænskum al- þýðusöngvum“ eftir Manuel de Falla þar sem píanóið líki eftir gítarspili og laglínurnar séu seiðandi á spænska vísu. Í framhaldinu verða flutt „Sígaunaljóð“ J. Brahms. „Eftir hlé flytja þær „Svertingja- söngva“ eftir Xavier Montsalvatge sem heyrast sjaldan en eru mjög áhugaverðir og loks eru það negra- sálmar eins og „Swing low“, „No- body knows“,“ segir í tilkynningu. Miðar eru seldir við innganginn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar