Ingi gullsmiður í Sign

Ingi gullsmiður í Sign

Kaupa Í körfu

Ingi gullsmiður í Sign - Sigurður Ingi Bjarnason Bryggjan og sjórinn í Hafnarfirði veita gullsmið innblástur. Í gömlum grásleppuverbúðum við smábátabryggjuna í Hafnarfirði er vinnustofa og verslun gullsmiðsins Inga, sem gjarnan er kenndur við Sign. Hann segir verbúð fyrirtaks stað til hönnunar og vinnu, en á þessum slóð- um eru nokkrir aðrir listamenn og hönnuðir að störf- um. „Ég fæ innblástur frá umhverfinu. Það er alltaf fal- legt og róandi að horfa yfir bryggjuna, engu máli skiptir hvort það er skafrenningur eða sólskin. Þetta hefur allt sinn sjarma, bátarnir minna mig á vaggandi barnavagna.“ Áður var Ingi með verkstæðið á heimili sínu í Hafn- arfirði, en eftir að umsvifin tóku að aukast flutti hann sig um set. „Hérna hef ég verið frá 2008, í gamla grá- sleppuskúrnum hans pabba. Þegar ég tók við honum byrjaði ég á að moka beitningabölunum út.“ Ingi segir svæðið við höfnina vera að sækja í sig veðrið sem hálfgerð listamannanýlenda. „Hér er t.d. keramikverkstæði, nokkrir myndlistarmenn og Gallerí Múkki. Inn á milli eru fiskverkanir. Fiskur og list ganga vel upp saman. Það er þessi fjölbreytni sem gerir um- hverfið spennandi.“ Gróft og fínt og íslensk náttúra „Ég keyri fyrst og fremst á andstæðum,“ segir Ingi, spurður um hvernig hann myndi lýsa hönnun sinni. „Gróft og fínt með skírskotun í íslenska náttúru. Núna vinn ég að nýrri línu, hugmyndin kemur frá kó- röllum sem ég hef tínt í fjörunni norður á Ströndum.“ Fleiri nýjungar eru á döfinni hjá Inga, en í sam- starfi við Árna Þór Ingimundarson hefur hann hannað armbandið Bitter and Sweet . „Það er klassískt í útliti og þjónar ákveðnum tilgangi. Það er hægt að geyma í því hárteygju og armbandið breytir um útlit eftir því hvernig hún er,“ segir Ingi sem segir þá félaga komna með einkaleyfi á armbandinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar