Gísli Sigurbergsson í Fjarðarkaupum

Rósa Braga

Gísli Sigurbergsson í Fjarðarkaupum

Kaupa Í körfu

100 daga hringferðin Fjölskylda Ingibjargar Gísladóttur og Sigurbergs Sveinssonar hefur rekið stórverslunina Fjarðarkaup samfellt í fjörutíu ár og alltaf á sömu kennitöl- unni. Þau hjónin stofnuðu verslunina árið 1973 ásamt Bjarna Blomsterberg og Valgerði Jónsdóttur. Tuttugu árum síðar keyptu þau hluta Bjarna og Val- gerðar í henni. Síðustu ár hafa synir þeirra Sig- urbergs og Ingibjargar, Gísli og Sveinn, rekið verslunina en auk þess hefur Hjördís systir þeirra séð um hannyrðadeild hennar. Að sögn Gísla er það úthald, útsjón- arsemi og gott starfsfólk sem hefur reynst lykillinn að langlífi Fjarð- arkaupa. „Fjölskyldan hefur unnið við þetta öll þessi ár, vakin og sofin yfir rekstr- inum. Þetta hefur verið rekið af skyn- semi, fyrst er aflað og svo eytt. Við höfum fengið þetta í arf frá föður okk- ar.“ Margt starfsfólk Fjarðarkaupa hefur starfað þar lengi. Sumir viðskiptavinir þeirra hafa það á orði að verslunin sé eins og nokkurs konar félagsmiðstöð Hafnfirðinga. „Það liggur eitthvað í loftinu. Það er eins og fólk finni fyrir andrúmslofti hér sem það finnur ekki annars stað- ar,“ segir Gísli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar