Jóladagatöl

Rósa Braga

Jóladagatöl

Kaupa Í körfu

Fjölbreytt úrval af jóladagatölum með dóti eða nammi. óladagatölin eru komin í hillur verslana enda stutt í að aðventan gangi í garð. Mörg börn fá jóladagatal og opna glugga á hverjum degi í desember til aðfangadags. Innan við gluggann er ýmist mynd, súkkulaðibiti eða leikfang. Lionshreyfingin hefur lengi selt jóladagatöl með súkku- laði til fjáröflunar og fylgir tannkremstúpa með. Eins eru flutt inn ódýrari sælgætisdagatöl frá ýmsum fram- leiðendum. Þekktir leikfangaframleiðendur hafa bæst í hópinn og selja jóladagatöl með leikföngum. Talsverður verðmunur er á jóladagatölum og eru leikfangajóladagatölin dýrust, geta kostað allt að 4.000 kr. Sælgætisdagatölin eru mun ódýrari. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hag- kaupa, sagði að svo virtist sem jóladagatöl með leik- föngum væru hrein viðbót á markaðnum. Þau fóru að ryðja sér til rúms fyrir nokkrum árum. „Salan á súkkulaðijóladagatölum er á svipuðu róli og hún hefur verið. Hin virðast hafa bæst við,“ sagði Gunn- ar Ingi um jóladagatöl með leikföngum. Hann sagði að Lego hefði riðið á vaðið með leikfangadagatölin fyrir nokkrum árum. Nú eru í boði einar átta tegundir jóla- dagatala með leikföngum. Þar af býður Lego upp á fjórar tegundir. Playmobil er með þrjár tegundir og einnig eru Littlest Pets-jóladagatöl í boði en þau eru gríðarlega vin- sæl, einkum fyrir yngstu börnin, að sögn Gunnars Inga. Varðandi verðmuninn á jóladagatölum með leik- föngum og sælgæti benti Gunnar Ingi á að í leik- fangadagatölunum séu 24 leikföng og hvert og eitt þeirra kosti töluvert meira en sælgætismoli. „Þetta er meiri pakki,“ sagði Gunnar Ingi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar