Hringborðsumræður Reykjanes. Hringborðsumræður Reykjanes.

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hringborðsumræður Reykjanes. Hringborðsumræður Reykjanes.

Kaupa Í körfu

Magnús Stefánsson "Heilbrigðisþjónustan er góð svo langt sem hún nær, en þaðer ástæða til að hafa áhyggjur af fjárveitingum til Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Þær verða að aukast" Hratt hefur dregið úr atvinnuleysi á Suður- nesjum að undanförnu. Gróska er í sjávar- útvegi og ferðaþjónustu á svæðinu. Margs kon- ar frumkvöðla- og nýsköpunarstarf hefur skotið rótum. Góður árangur grunnskólanem- enda í samræmdu prófunum í haust hefur glatt fólk og skapað stolt í byggðunum. Suðurnesja- menn eru sannfærðir um að þeim sé að takast að vinna sig út úr erfiðleikunum sem verið hafa undanfarin ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í hring- borðsumræðum um málefni Suðurnesja sem Morgunblaðið efndi til í tengslum við 100 daga hringferð blaðsins um landið. Greint er frá um- ræðunum á tveimur opnum í blaðinu í dag. Fram kom að tölulegur samanburður sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét vinna sýndi að íbúar svæðisins byggju við skarðan hlut í fjárveitingum til ýmissa þátta opinberrar þjónustu. Þessi mismunur væri al- veg óútskýrður. „Það er krafturinn í fólkinu sem gerir Suð- urnesin svo áhugaverð,“ sagði einn þátttakenda í umræðunum. „Það er búið að byggja upp sterka innviði á svæðinu og hvergi eru meiri tækifæri til uppbyggingar og atvinnusköp- unar,“ sagði annar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar