Reykjanes - Vogar við Vatnsleysuströnd

Reykjanes - Vogar við Vatnsleysuströnd

Kaupa Í körfu

Tótuflatkökur hafa verið bakaðar í gamla vigtarskúrnum við höfnina í Vogum frá árinu 2011. Mæðgurnar Tóta og Brynja Kristmannsdóttir hafa á hinn bóginn bakað, eða steikt, flatkökur í aldarfjórðung. Þær baka aðallega fyrir fyrirtæki, þeirra á meðal N1 í Vogum, 10-11 á Keflavíkurflugvelli, Menu veitingar og Kjötborg í Vesturbænum í Reykjavík. Bökunarrýmið er ekki stórt, á að giska 10 fermetrar. Tóta, sem fullu nafni heitir Þóranna Þórarinsdóttir, segir að þau geti flatt út og steikt allt að 1.500 flatkökur á dag. Til stóð að rífa skúrinn sem þau nýta í dag, en þess í stað gekk hann í endurnýjun lífdaga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar