KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands semur við þjálfara

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands semur við þjálfara

Kaupa Í körfu

Lagerbäck og Heimir ráðnir þjálfarar til tveggja ára. Heimir tekur síðan við árið 2016. Samstarf sem hefur verið til fyrirmyndar mun halda áfram. Óhætt er að tala um tímamótaráðningu hjá Knatt- spyrnusambandi Íslands, sem tilkynnti í gær að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson yrðu landsliðsþjálfarar karla næstu tvö árin og síðan myndi Lagerbäck stíga til hliðar og Heimir yrði með liðið í tvö ár þar á eftir. Þar með er búið að afgreiða á einu bretti þjálf- aramálin fyrir næstu tvö stórmót, undankeppni og mögulega úrslitakeppni í þeim báðum. Og nið- urstaðan er sú sem líkast til allir sem á annað borð hafa áhuga á íslenska karlalandsliðinu og fram- gangi þess eru mjög sáttir við. Samvinna þeirra Lagerbäcks og Heimis hefur verið til fyrirmyndar frá fyrsta degi. Þeir hafa náð einstaklega vel saman, bæta greinilega hvor ann- an upp og Heimir var sá tengiliður Svíans við ís- lenska fótboltann, og með þá miklu þekkingu á honum, sem hann þurfti á að halda. Þegar það small saman við geysimikla reynslu Lagerbäcks af alþjóðlegum fótbolta og þekkingu á því hvað þarf til að ná árangri þar varð til öflugt þjálf- arateymi sem nú mun halda áfram. Undir aðeins breyttum formerkjum – þeir eru báðir þjálfarar liðsins næstu tvö árin, og þar með fær Heimir enn betri skólun í landsliðsfræðunum áður en hann tekur alfarið við liðinu á árinu 2016. Vonandi ekki fyrr en að loknu EM í Frakklandi þá um sumarið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar