Þorgerður Katrín

Sæberg

Þorgerður Katrín

Kaupa Í körfu

Þorgerður Katrín er afar ánægð með sinn Toyota Prius. Við aksturinn leiðir hún hugann að því í hvað orkan fer. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, fyrrverandi for- stöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Sam- tökum atvinnulífsins, er ein þeirra sem lengi hafa verið með bíladellu og fylgist hún afar vel með því sem gerist í bílaheiminum.„Mér finnst alltaf gaman að prófa ólíka bíla og hef í gegnum árin fylgst ágætlega með bílamálum og les til dæmis alltaf bílablöðini sem koma með blöðunum,“ segir hún. Tækniundur og nýjungar Bílasýningin í Frankfurt er sann- arlega vettvangur tækninýjunga en sýningin markar sérstök tímamót hjá bílaunnendum víða um heim. Stefnur, straumar og andblær fram- tíðarinnar er það sem einkennir bílasýninguna. Þorgerður Katrín hefur alltaf gefið sýningunni sér- stakan gaum og fylgist vel með um- fjöllun um sýninguna enda margt nýtt kynnt til sögunnar á þessari mögnuðu sýningu. „Ég man að fyrir um áratug fannst manni nú eitthvað skringilegt við það að ætla að stóla á rafmagn- ið eða metan sem aflgjafa bíla. Þetta er náttúrulega bara spurning um hugarfar hverju sinni. Svo sér maður þau tækifæri sem eru að kvikna núna af annarri kynslóð bíla sem maður áttaði sig ekkert á áð- ur,“ segir hún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar