Ballettskóli Guðbjörgu

Ballettskóli Guðbjörgu

Kaupa Í körfu

Ballettdraumarnir rætast á Seltjarnarnesi. Kennari og nemendur Guðbjörg hefur rekið ballettskóla á Seltjarnarnesi undanfarin 30 ár. Nemendur skólans eru á öllum aldri, börn og fullorðnir. Ballettnám er ekki bara fyrir börn og unglinga. Það er aldrei of seint að kynnast þessari vin- sælu og þokkafullu íþrótt og í Ballettskóla Guðbjargar Björg- vins á Seltjarnarnesi er boðið upp á námskeið sem heitir Ballett fyr- ir eldri og hefur notið tals- verðrar hylli, bæði hjá konum og körlum. „Þetta er bæði fyrir algjöra byrjendur og líka þá sem voru í ballett þegar þeir voru yngri, “ segir Guðbjörg Björgvinsdóttir, ballettkennari og eigandi skólans. „Fólk langar til að kynnast þess- um hreyfingum sem eru í ballett- inum.“ Eru þátttakendur að láta gamlan draum rætast? „Já, sumir eru að því Einhverjir höfðu ekki tækifæri til að stunda ballett á barnsaldri, en þetta blundaði alltaf í þeim. Þeir sem eru í þessu eru á aldrinum 20 til 60 ára og það eru allir velkomnir,“ segir Guðbjörg. „Það er aldrei of seint að byrja að dansa ballett sér til ánægju.“ Að sögn Guðbjargar eru ein- göngu konur í „fullorðinsballett- inum“ núna, en í gegnum tíðina hafa bæði karlar og konur sótt námskeiðin. Í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins eru börn frá þriggja ára aldri. Til sex ára aldurs er um að ræða svokallaða forskóla- kennslu þar sem börnin koma einu sinni í viku. Við sjö ára ald- urinn hefst hefðbundinn ball- ettskóli og eykst tímafjöldinn með hækkandi aldri. Strákarnir mættu vera fleiri Að sögn Guðbjargar koma nemendur skólans bæði af Sel- tjarnarnesi og annars staðar að á höfuðborgarsvæðinu. Skólinn var stofnaður fyrir rúmlega 30 árum, árið 1982 og hefur alla tíð verið starfræktur á Seltjarnarnesi, fyrst með aðsetur í sundlaug bæjarins en er nú á Eiðistorgi. Er ballett alltaf jafnvinsæl íþrótt? „Já, það held ég. T.d. eru mörg börn hjá mér í mörg ár, allt frá leikskólaaldri og fram á fram- haldsskólaaldur. Stelpur hafa allt- af verið í meirihluta, en ég hef þó alltaf verið með einhverja herra. En þeir mættu vissulega vera fleiri,“ segir Guðbjörg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar