Stjörnuáhugafólk horfir til himins úr turni Valhúsaskóla

Kjartan Þorbjörnsson

Stjörnuáhugafólk horfir til himins úr turni Valhúsaskóla

Kaupa Í körfu

Sævar Helgi Hann segir stjörnuhimininn sífellt bregða upp nýjum ráðgátum, stjörnuskoðun sé lifandi áhugamál Stjörnuskoðunarfélag Seltjarn- arness var stofnað 1976 í kringum stærsta stjörnusjónauka landsins sem er staðsettur í Valhúsaskóla. Í félaginu eru rúmlega manns á öll- um aldri, sem eiga það sameig- inlegt að hrífast af undrum him- ingeimsins og félagið er afar virkt og stendur fyrir fjölbreytilegri starfsemi. „Þetta er vettvangur fyrir fólk með skrýtin áhugamál, fólk sem vill horfa upp í himininn og fræð- ast um stjörnufræði eins og hún leggur sig,“ segir Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoð- unarfélags Seltjarnarness. Í félag- inu eru um 320 manns, bæði karlar og konur. Yngsti félagsmaðurinn er sex ára og sá elsti um áttrætt. „Þetta er félag fyrir alla, t.d. koma oft heilu fjölskyldurnar á fundi og markmið okkar er að auka áhug- ann á stjörnuskoðun sem áhuga- máli.“ Að sögn Sævars hefur fjölgað mikið í félaginu á undanförnum ár- um og spurður um skýringu á því segir hann ástæðurnar líklega margar. „Ein þeirra gæti verið að félagið verður sífellt virkara og líka að aðgengi fólks að upplýs- ingum um stjörnuheiminn hefur aukist. Annars held ég að þessi áhugi blundi í mjög mörgum.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar