Sex íbúðir auk þjónusturýmis verða í húsinu eftir breytingar en verkinu stýrir Gunnólfur Lárusson

Líney Sigurðardóttir

Sex íbúðir auk þjónusturýmis verða í húsinu eftir breytingar en verkinu stýrir Gunnólfur Lárusson

Kaupa Í körfu

Sex íbúðir auk þjónusturýmis verða í húsinu eftir breytingar en verkinu stýrir Gunnólfur Lárusson. Sex nýjar íbúðir verða til í miðbæ Þórshafnar næsta sumar en framkvæmdir hófust í haust. Breytingar standa nú yfir á þessu 550 fermetra húsi við Langanesveginn en Fánasmiðjan var þar áður með starfsemi sína. Upphaflega var húsið byggt sem byggingarvöruverslun Kaup- félags Langnesinga en hefur síðan hýst ýmsa starfsemi. Félagið Lónshöfn ehf. er eigandi hússins en það er Gunnólfur Lárusson, fyrrum sveitarstjóri Langanesbyggðar, sem hefur yfirumsjón með verkefninu. Gert er ráð fyrir því að íbúðirnar verði tilbúnar um mitt næsta sumar. Eina lausa húsnæðið á Þórshöfn núna eru her- bergi á gistiheimili svo full þörf er fyrir nýjar íbúðir. Ekki byggt í 15 ár Lengi vel héldu menn að sér höndum og lögðu ekki í byggingu íbúða á Þórshöfn eða í tæp fimmtán ár. Breyting varð á fyrir rúmum tveim- ur árum í sveitarstjóratíð Gunnólfs þegar byggð- ar voru sex raðhúsaíbúðir og er búið í þeim öll- um í dag. Það verða því til tólf nýjar íbúðir á Þórshöfn á þremur árum þegar nýju íbúðirnar sex bætast við en þær verða allar til sölu eða leigu. Stærð þeirra er frá 45 fermetrum að 90 fermetrum og ein þeirra er sérstaklega hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Jafnframt er gert ráð fyrir fjöl- nota rými í miðju hússins, um 160 fermetrum, sem er hugsað sem skrifstofur eða rými fyrir einhvers konar blandaðan rekstur. Stutt er í ýmsa þjónustu þarna í „101 Þórshöfn,“ svo sem verslun, póst- og bankastofnun, veitingastaði, heilsugæslu og leikskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar