Barnablaðið: Óvitar

Rósa Braga

Barnablaðið: Óvitar

Kaupa Í körfu

Leikritið Óvitar, eftir Guðrúnu Helgadóttur, var nýverið frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Í verkinu segir af stráknum Guðmundi, bekkjarbróður hans Finni, og fólkinu í kringum þá. Leikritið er óvenjulegt að því leyti að í því leika fullorðnir leikarar öll börn og börn fullorðna. Barnablaðið leit í heimsókn á dögunum og ræddi við þau Huldu Fannýju Pálsdóttur, Herdísi Lilju Þórðardóttur og Gretti Valsson. Þau eru öll 11 ára og fara með mismunandi hlutverk í sýningunni. Við fengum þau til að segja okkur aðeins frá sjálfum sér og verkinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar