Sigmundur Davíð seldi Neyðarkallinn í Smáralind

Rósa Braga

Sigmundur Davíð seldi Neyðarkallinn í Smáralind

Kaupa Í körfu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ýtti í gær úr vör hinu árlega söfnunarátaki björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar með því að selja fyrsta eintakið af neyðarkallinum. Sá er áfastur lyklakippu og seldi forsætisráðherra þann fyrsta á göngum Smáralindar. Neyðarkallinn er nú í gervi björgunarsveitarkonu með fyrstu-hjálparbúnað: sjúkratösku og upprúllað teppi. Er þetta í áttunda sinn sem neyðarkallinn er seldur en söfnunin fer fram víða um land næstu daga. Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu að fjáröflunin sé orðin ein sú mikilvægasta fyrir sveitirnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar