Okkar Ríkisútvarp fundur í Háskólabíói

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Okkar Ríkisútvarp fundur í Háskólabíói

Kaupa Í körfu

Fjölmenni sótti opinn fund til stuðnings Ríkisútvarpinu í Háskólabíói í gær. Í ályktun, sem samþykkt var með lófataki, fordæmir fundurinn harðlega niðurskurð og fjöldauppsagnir hjá stofnuninni sem hann segir að muni skaða verulega dagskrá RÚV. „Það er of seint að ætla að móta stefnuna þegar mörgum reyndustu starfs- mönnum stofnunarinnar hefur verið sagt upp,“ segir m.a. í ályktun fundarins, sem gagnrýnir stjórn RÚV fyrir aðgerðar- og sinnuleysi. Þá segir að sú atlaga sem gerð hafi verið að RÚV ógni tilvist Ríkisútvarpsins sem menningarstofnunar og sé þess krafist að farið verði að lögum um tekjur RÚV og að Alþingi, ríkisstjórn, stjórn RÚV og útvarpsstjóri sinni skyldu sinni að verja „þessa einstöku upplýsinga- og menningarstofnun“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar