Dill tilnefnt til Nordic Prize

Dill tilnefnt til Nordic Prize

Kaupa Í körfu

Veitingahúsið Dill í Norræna húsinu hefur verið tilnefnt veitingahús árs- ins á Íslandi 2012 vegna verð- launanna Nordic Prize, sem veitt eru veitingahúsi ársins á Norður- löndum. Gunnar Karl Gíslason veit- ingamaður tók við tilnefningunni við athöfn á Dill í gær. Verðlaunin verða afhent í febrúar en hvatamaður þeirra er Daninn Bent Christensen, útgefandi Den Danske Spiseguide. Í íslensku dómnefndinni sátu Kjartan Ólafsson, Steingrímur Sig- urgeirsson, Dominique Plédel- Jónsson, Hákon Már Örvarsson, Gunnar Páll Rúnarsson, Sólveig Baldursdóttir, Mads Holm og Úlfar Finnbjörnsson. Þrjú veitingahús þóttu hafa skarað fram úr 2012; Dill, Hótel Holt og Grillið, en veitingahús ársins var valið í leynilegri kosningu, þar sem atkvæði voru greidd um fjölmarga þætti sem snúa að mat- reiðslu og þjónustu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar