Slippurinn

Skapti Hallgrímsson

Slippurinn

Kaupa Í körfu

Handtök Sigurður Lárusson og Hjálmar Björnsson í Slippnum á Akureyri í gær. Þar er unnið við smíði á vinnslulínu o.fl. í tvo erlenda frystitogara. Nærri lætur að á þessu ári og áfram á næstu mánuðum verði unn- ið hér á landi að verkefnum fyrir einn og hálfan milljarð króna við hönnun og smíði tækja og búnaðar í tvö frystiskip sem eru í smíðum í Tyrklandi. Mörg íslensk fyrirtæki koma að verkefnunum og eiga þau öll það sameiginlegt að hafa staðist alþjóðlega samkeppni hvað varðar verð, gæði og tækni. Sum þessara verkefna eru mjög mannaflsfrek, en önnur kalla frekar á tæknivinnu og lausnir. Skilar okkur áfram í þróun og nýsköpun Um er að ræða tvo frystitogara sem verið er að smíða rétt við Ist- anbúl. Annað skipanna er í eigu UK Fisheries í Bretlandi, sem er í helmings eigu Samherja á Ak- ureyri. Hitt skipið er smíðað fyrir þýskt fyrirtæki, en eigendur þess eiga jafnframt helming í UK Fis- heries á móti Samherja. Kristján Vilhelmsson, útgerð- arstjóri Samherja, er annar tveggja verkefnisstjóra við smíði skipanna. Hann segir að það sé vissulega ánægjulegt að íslensk fyrirtæki fái verkefni tengd þessari skipasmíði. Þau skipti miklu máli fyrir fyr- irtækin og fólkið sem þar starfar. „Það skiptir miklu máli fyrir sjáv- arútveg, það er fiskveiðar og fisk- vinnslu að öflugur þjónustuiðnaður sem tengist útgerð og fiskvinnslu sé til staðar á Íslandi,“ segir Kristján. „Meðan við getum sótt trausta vöru, nýjungar, þróun og þjónustu í þessi íslensku fyrirtæki þá er það mikill ávinningur. Slíkt skilar okkur áfram í þróun og nýsköpun, sem skilar sér síðan margfalt til baka í verðmætum, sem landið nýtur góðs

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar