EVA kynnir sjúkraþjónustu í Hótel Íslandi, Broadway

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

EVA kynnir sjúkraþjónustu í Hótel Íslandi, Broadway

Kaupa Í körfu

Ásdís Halla Bragadóttir, stjórn- arformaður EVA consortium ehf., tilkynnti á blaðamannafundi í gær að aðstandendur fyrirtækisins hygðust breyta skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík í lækna- og heilsumiðstöð og þróa hótelið Park Inn í sömu byggingu í heilsuhótel. Fjárfestingin hljóðar upp á vel yfir tvo milljarða króna. Fyrirtækið hefur rekið sjúkra- hótel í húsakynnum Park Inn en þegar Arion banki tók yfir rekstur þess nýverið, var leigusamningi vegna sjúkrahótelsins sagt upp. Ásdís sagði að þá hefði verið ákveðið að láta á það reyna að út- víkka starfsemina í húsinu í átt að víðtækari þjónustu á heilbrigð- issviði. Þjónusta á þremur hæðum Miðstöðin mun spanna alls 9 þús- und fermetra en hótelið telur 119 herbergi. „Hér verður á þremur hæðum ýmiss konar læknisþjón- usta og heilsustarfsemi. Við ætlum hérna í raun og veru að tryggja að einstaklingur sem labbar hérna inn og er að glíma við einhverja til- tekna kvilla, geti fengið allt það sem hann þarf hér í þessari þjón- ustu,“ sagði Ásdís. Þar yrði ekki aðeins um að ræða þjónustu sérfræðilækna, heldur ýmiss konar hjúkrunarþjónustu, aðhlynningu, stuðning, ráðgjöf, næringu, aðstoð við lífsstílsbreyt- ingu, endurhæfingu, hreyfingu o.s.frv. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra ávarpaði fundinn og sagði mikils um vert að eiga ein- staklinga sem þyrðu að leggja í hann og taka slaginn. „Ég vænti þess og vona að þetta frumkvæði, þetta verkefni, verði til þess að við sjáum aukin gæði, fag- mennsku, nýsköpun á því sviði sem allir Íslendingar tengjast. Því að hvað sem um okkur annars má segja í daglegu lífi, þá eigum við það öll sameiginlegt að fæðast inn í heilbrigðiskerfið og við deyjum þar líka. Þannig að við erum með því allt okkar líf,“ sagði ráðherrann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar