Valur - ÍR handbolti karla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Valur - ÍR handbolti karla

Kaupa Í körfu

Sveinn Aron Sveinsson og Sturla Ásgeirsson. Vængbrotnir ÍR-ingar misstu móðinn í síðari hálfeik Mikil vinna framundan hjá báðum liðum í leikjahléinu. „Við tökum það með okkur úr þessum leik að menn rifu sig upp í síðari hálf- leik. Það er merki um að eitthvað sé í liðið spunnið. Framundan er nærri tveggja mánaða æfingatörn. Okkur veitir ekki af henni til þess að brýna vopnin,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, eftir að lið hans vann vængbrotna ÍR-inga, 33:25, í Voda- fone-höllinni í gærkvöldi í Olísdeild karla í handknattleik. „Ég get ekki fagnað í leikslok því ég er ennþá reiður eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Ólafur sem ýmsu hefur kynnst á sínum langa ferli en fátt jafnast á við leik hans liðs í fyrri hálfleik gegn ÍR. Ólafur sagði Valsliðið hafa verið til skammar og sýnt sjálfu sér og and- stæðingunum virðingarleysi með frammistöðu sinni. ÍR-ingar voru marki yfir í hálfleik, 15:14, eftir afar tilþrifalítinn og óspennandi kappleik. Stemningin yfir leikmönnum og þeim fáu áhorfendum sem voru viðstaddir minnti einna helst á að um æfingaleik væri að ræða, ekki leik í deildarkeppni þar sem tvö stig væru í boði, stig sem geta reynst mik- ilvæg þegar upp verður staðið í vor í keppninni um sæti í úrslitakeppninni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar