Slippurinn

Skapti Hallgrímsson

Slippurinn

Kaupa Í körfu

Slippurinn - unnið í stóru vinnslulínu-verkefni vegna skips (skipa?) sem verið er að smíða í Tyrklandi. - Karl Sverrisson smíðar aðgerðaborð í vinnslulínu. 16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á annan tug íslenskra fyrirtækja vinnur nú að hönnun og smíði á tækjum og búnaði í tvo erlenda frystitogara. Stærsta verkefnið er unnið í Slippnum á Akureyri, en það er fiskvinnslulína og búnaður vinnsludekks og má áætla kostnað yfir 650 milljónir króna. Verkefnið skapar mikla vinnu í haust og vet- ur og er eitt mannaflsfrekasta ein- staka verkefnið sem Slippurinn hefur tekið að sér. Fiskvinnslu- vélarnar, flökun- arvélar og haus- arar eru algerlega íslensk framleiðsla frá Vélfagi á Ólafs- firði. Vogir og flokkarar eru framleiddir af Marel. Skipin eru hvort um sig 16 metrar á breidd og 86 metrar á lengd og á búnaður í fyrra skipið að vera tilbúinn í febrúar, en í hitt skipið næsta vor. Skipin eru ann- ars vegar smíðuð fyrir UK Fisher- ies í Bretlandi, sem Samherji á Akureyri á helming í, og hins veg- ar fyrir þýskt samstarfsfyrirtæki Samherja. Heildarbyggingarkostn- aður við hvort skip er yfir fimm milljarðar króna, en íslensk fyr- irtæki koma að verkefnum fyrir um 1,5 milljarða króna. Nálarauga samkeppni varðandi verð og gæði Kristján Vilhelmsson, útgerðar- stjóri Samherja, er annar tveggja verkefnisstjóra og tæknilegra ráð- gjafa við smíði skipanna. Hann segist fagna því að stór verkefni við smíði búnaðar í skip af þessu tagi skuli vera unnin á Íslandi. Fyrirtækin hafi þó þurft að fara í gegnum nálarauga samkeppni varðandi verð og gæði. Þau hafi staðið sig vel og hafi því orðið fyr- ir valinu. „Ég ber ábyrgð gagnvart erlendum eigendum skipanna en hika ekki við að eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki þegar í ljós kem- ur að þau standast algerlega al- þjóðlega samkeppni. Ég tel okkur hafa fundið bestu og ódýrustu leið- ina í þessum búnaði og það er hin raunverulega ástæða fyrir kaup- unum,“ segir Kristján. Gríðarleg samkeppni Svo stiklað sé á þeim fyrirtækj- um sem koma að verkefninu þá voru frystikerfin í bæði skipin keypt frá Frosti, sem er með höf- uðstöðvar á Akureyri en starfar víða um land og erlendis. Frost framleiðir hluta af búnaðinum og undirverktakinn Rafeyri teiknar og framleiðir rafmagnsbúnað. Samningurinn við Frost nemur um hálfum milljarði og segir Kristján að Frost hafi verið í gríð- arlegri samkeppni við alþjóðleg stórfyrirtæki og staðið uppi sem sigurvegari. Þeir séu líka þekktir að góðri frammistöðu á erlendri grundu. Kristján nefnir sem dæmi að há- þrýstiþvottakerfi hafi verið keypt af fyrirtækinu Skaginn. Það sé í sjálfu sér ekki stór liður í heild- armyndinni, en í ljós hafi komið sterk staða Skagans hvað varðar gæði og samkeppnishæfni. Siglingatæki í brú og rafeinda- pakki er keypt af fyrirtækinu Brimrún í Reykjavík sem nýtur góðs af samvinnu við önnur öflug fyrirtæki á rafeindasviði. Mikið af þeim búnaði er flutt inn, en mikil tækni- og teiknivinna er unnin hér á landi. Kostnaður við þennan verkþátt nemur yfir 100 milljón- um. Góð framleiðsla Fyrirtækið Naust Marine í Hafnarfirði er undirverktaki hjá spænsku fyrirtæki, sem framleiðir togvindur og spilbúnað í skipin. Naust Marine hannar og setur saman stjórntæki spilkerfanna og rafmagnsbúnað. Í um 100 skipum víða um heim er að finna stýribún- að fyrir rafknúnar vindur frá Naust Marine. „Öll þessi fyrirtæki eru sam- keppnishæf og með góða fram- leiðslu. Þess vegna eru þessi verk- efni í gangi hér á landi,“ segir Kristján Vilhelmsson. Sterk fyrirtæki og samkeppnishæf „Hika ekki við að eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki þegar í ljós kemur að þau standast algerlega alþjóðlega samkeppni,“ segir Kristján Vilhelmsson, ráðgjafi við smíði tveggja frystiskipa í Tyrklandi Morgunblaðið/Rósa Braga Naust Marine Hjá þessu 20 ára fyrirtæki, sem er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, starfa um 20 manns og hafa þeir flestir komið á einn eða annan hátt að sölu, hönnun og samsetningu stjórntækja fyrir vindur togaranna tveggja. Um allt land » Meðal fyrirtækja sem vinna í verkefnum sem tengjast smíði skipanna í Tyrklandi eru Slipp- urinn á Akureyri, Vélfag á Ólafsfirði, Marel, Frost, Raf- eyri, Skaginn, Brimrún, Nortek, Naust Marine, Sérefni og mörg önnur fyrirtæki og birgjar. Kristján Vilhelmsson Naust Marine er með höfuð- stöðvar í Hafnarfirði, en starfs- vettvangur fyrirtækisins er í raun allur heimurinn. Hjá þessu 20 ára fyrirtæki starfa um 20 manns og hafa þeir flestir komið á einn eða annan hátt að sölu, hönnun og samsetningu stjórntækja fyrir vindur togaranna tveggja. Á um sex mánuðum má reikna með að að um helmingur starfsmanna hafi unnið og muni vinna að þessu verkefni á hverjum tíma. Í hvoru skipi verða 24 vindur af mismun- andi stærðum, með togkraft allt frá 500 kílóum og upp í 60 tonn og mótorstærðir í samræmi við það. Í þessu verkefni er um samstarf að ræða við spænskt fyrirtæki, sem framleiðir vindurnar og kaupir mótora í þær. Hönnun vindukerfis- ins í heild er á hendi Naust Marine og stjórnkerfin eru samsett og smíðuð hjá fyrirtækinu. Að niður- setningu lokinni fara tæknimenn til Tyrklands til að yfirfara niður- setningu og tengingar við annan búnað. Að lokum fara starfsmenn með skipunum í reynslusiglingu og veiðarfæraprófanir. 24 vindur verða í hvoru skipi FLESTIR STARFSMENN NAUST MARINE KOMA AÐ VERKEFNINU Smíði vinnslulínu og búnaðar á vinnsludekki frystitogaranna er til þessa bæði stærsta einstaka verk- efni Slippsins í krónum talið sem og í tímafjölda, samkvæmt upplýsingum Antons Benjamínssonar, fram- kvæmdastjóra Slippsins á Akureyri. Hann segir að samtals fari um 25 þúsund klukkustundir í verkið eða um 145 mannmánuðir og þessar vik- urnar eru 25 manns eingöngu í þessu verkefni. Hönnun og teikni- vinna hófust í fyrravor, en sjálf smíðin byrjaði í ágúst. Reiknað er með að smíðavinnu ljúki í lok apríl. Slippurinn verður með ákveðið eftir- lit með uppsetningu búnaðarins. Anton segir að þetta verkefni hafi á allan hátt afar mikla þýðingu fyrir fyrirtækið og í því felist um leið ákveðin viðurkenning. „Þá er nota- legt og ákveðið öryggi að vita af svona verkefni sem spannar allan veturinn því það er oftast sá tími þegar hvað rólegast er í hefðbundnu skipaviðhaldi,“ segir Anton.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar