Hljómsveitin Funkmaster 2000

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hljómsveitin Funkmaster 2000

Kaupa Í körfu

Funkmaster 2000 . Það hefur eitthvað lítið borið á töffarabandinu Funkmaster 2000, eftir að þeir trylltu liðið hvað eftir annað í vetur á Vegamótum með kraftmikilli tónlist sinni. Í kvöld mæta þeir aftur til leiks og þá á Glaumbar. Bandið hefur í millitíðinni endurnýjað sig með tveimur nýjum liðsmönnum, þeim Valda Collins bassaleikara og Davíð Þór Jónssyni saxófónleikara. Stoðir bandsins eru þó enn á sínum stað; Hannes Helgason leikur á hljómborð, Helgi Svavar Helgason á slagverk, Sverrir Sævarsson er á trommum og Ómar Guðjónsson spilar á gítar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar