Jólaboð hjá Signý

Jólaboð hjá Signý

Kaupa Í körfu

Jólaboð hjá Signý Vinkonuhópur sem deilir þeirri sameiginlegu tilfinningu að fá jólafiðring strax í október ákvað að sameinast í forjólagleði fyrir nokkrum árum og síðan þá hefur þessi jólahópur haldið áfram að hittast, eða í ein 7 ár. Í hópinn hafa einhverjar bæst við í gegnum tíðina sem hafa frétt af þessum jólaselskap. „Við vorum nokkrar vinkonur sem viðurkenndum hver fyrir annarri að við færum oft í jólaskap í október, jafnvel september, og tækjum þá einn dag í að hlusta á nokkur jólalög. Þannig fær maður smá útrás og getur beðið rólegur þangað til í desember,“ segir Diljá Ámundadóttir, varaborgarfulltrúi Besta flokksins. Úr varð að hópurinn ákvað að hittast og koma með eitthvert góðgæti til að kæta bragðlaukana. Diljá segir hlaðborðið oft hafa litið eilítið skandínavískt út. Með sænskum kjötbollum, kartöflusalati, síld, rúgbrauði, graflaxi og svo að sjálfsögðu hangikjöti og flatkökum. Börnin í boðinu frá vinstri: Ragna Hlín, 6 ára, Guðrún Klara, 5 ára, Gunnar Hrafn, 7 ára og Ari Ísleifur, 5 ára.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar