Illuga Gunnarssyni afhentir undirskriftalistar gegn niðurskurði hjá RÚV

Rósa Braga

Illuga Gunnarssyni afhentir undirskriftalistar gegn niðurskurði hjá RÚV

Kaupa Í körfu

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tók í gær við undirskriftalista sem rúmlega 10 þúsund manns höfðu skrifað undir. Var þess krafist að horfið yrði frá niðurskurði og uppsögnum starfsmanna í nýjum fjárlögum. Einnig kom stjórn RÚV saman á fundi í gær. Að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, formanns stjórnarinnar, fengu stjórnarmenn kynningu á nýjum dagskrárramma á Rás 1 sem er í vinnslu sem og á framkvæmd hagræðingartillagna. Hann segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum og engar tillögur hafa verið settar fram. Ingvi segir að næsti stjórnarfundur verði eftir rúma viku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar