Heiður Reynisdóttir hjá Pappírsfélaginu

Heiður Reynisdóttir hjá Pappírsfélaginu

Kaupa Í körfu

Heiður Reynisdóttir stofnaði Íslenska pappírsfélagið ásamt Ágústu B. Herbertsdóttur árið 2010 með það markmið að leiðarljósi að auka fjölbreytni og úrval umhverfisvænna gjafaumbúða, korta og umslaga. „Mér finnst mjög skemmtilegt að endurnýta hluti sem til falla á heimilinu og í fyrirtækinu. Það geta verið krukkur, kakóbox, karton og kassar, sem svo auðveldlega öðlast nýtt líf, bara með smá gjafapappírsafgöngum, límmiða eða afgangsborða,“ segir Heiður og bætir við að pakkarnir þurfi ekki að vera flóknir svo þeir verði fallegir. Þykkan og vandaðan pappír megi auðveldlega strauja eða slétta og nota áfram til gjafa. Sama er að segja um satínborða og bakarabönd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar