Ríkisúvarpið - RÚV

Ríkisúvarpið - RÚV

Kaupa Í körfu

Þeir 60 starfsmenn sem hafa misst og munu missa vinnuna hjá Rík- isútvarpinu í þeirri viðleitni að ná fram 500 milljóna króna sparnaði hjá stofnuninni fylltu 54 stöðugildi. Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Ríkisútvarpsins, verður fækkað um 9 stöðugildi á Rás 1, 4 stöðugildi á Rás 2, 4 stöðugildi hjá sjónvarpshluta stofnunarinnar, 8 stöðugildi á fréttastofu og 2 á íþróttadeild. Á stoðdeildum verður fækkað um 20 stöðugildi í tækni-, hönnunar- og safnadeild og um 7 stöðugildi í öðrum deildum. „Í janúar 2008 voru stöðugildin hjá RÚV 317, þau verða eftir síð- ustu breytingu 216. Samtals fækk- ar stöðugildum hjá RÚV á um- ræddu tímabili því um 101 stöðugildi,“ segir í skriflegu svari Bjarna við fyrirspurn Morgun- blaðsins. Þrjátíu og níu starfsmönnum RÚV var sagt upp í síðustu viku og gerður var starfslokasamning- ur við átta. Ekki var ráðið fyrir tvo sem hættu og á næstu miss- erum er gert ráð fyrir að starfs- mönnum fækki um ellefu til við- bótar þar sem ekki verður ráðið í störf sem losna, auk þess sem reynt verður að brúa bil yfir í töku lífeyris, samkvæmt upplýsingum frá RÚV.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar