Upptaka á "Hægan Elektra"
Kaupa Í körfu
Daðrað við móðurmorð í flugskýli 29 ÞEGAR fólk nálgast flugskýli 29 á Reykjavíkurflugvelli í snjómuggu í janúarmánuði dettur því sennilega fátt listrænt og göfugt í hug. Til þess er veruleikinn of grár og snjóþungur. En þrátt fyrir það átti listsköpun sér stað í þessu hrörlega flugskýli á mánudaginn - þar var verið að taka upp kvikmynd sem verður notuð í nýju leikriti Hrafnhildar Hagalín sem hefur fengið nafnið "Hægan, Elektra" en það verður frumsýnt á litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu í febrúarbyrjun. Þegar inn í flugskýlið var komið sat leikstjórinn Viðar Eggertsson í lítilli skonsu og var að drekka kaffi. Hann sagði afsakandi að leikkonurnar Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefðu rétt brugðið sér frá. Tökur hæfust á ný þegar þær snéru til baka. MYNDATEXTI: Hrafnhildur Hagalín og Viðar Eggertsson stinga saman nefnum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir