Sleðabrekkan við Jakasel

Sleðabrekkan við Jakasel

Kaupa Í körfu

Í efra Breiðholti er að finna skíðabrekku en þar sem snjóalög eru af skornum skammti þessa dagana er hægt að ganga upp hólinn og renna sér niður. Til þess eru mörg tæki. Stiga-sleðar eru frábær leið til að kynnast brekkunum en það er alltaf klassískt að fara niður hólinn á snjóþotum, rassþotum eða bara gamla góða svarta ruslapokanum. Ómar Óskarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, kíkti í brekkuna við Jakasel og leit á mannfjöldann í gegnum linsuna sína. Sá þessa ungu herramenn koma á öðru hundraðinu, minntu helst á formúlu eitt bíl koma niður brekku. Beygjan var hinsvegar tekin of snöggt, það kann ekki góðri lukku að stýra og duttu drengirnir af sleðanum – brosandi út að eyrum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar